Formúlan…
Kraftmiklir bílar keyra í hringiðu tímans. Hetjur nútímans sitja undir stýri.
Að mínu mati hafa loksins verið færðar sönnur á óreiðukenninguna. Hvers vegna? Vegna þess að kraftmikill dans dísel-skrímsla sem spúa eimyrju yfir völlinn í því er virðist vera krappur dans án merkingar og án nokkurar vitundar á meðan áhorfendur fylgjast með frá handahófskenndum staðsetningum hvaðanæva í veröldinni virðist mæta skilningi hjá allstórum hluta heimsbyggðarinnar.
Hvers vegna horfir fólk á þessi ferfættu, rennilgu, stafnskip nútímans í óðaönn? Hvers vegna vaknar breiðhyltingurinn í tómi nútímans og fylgist með á ljósvakanum þar sem skrímslin dansa öll í sömu átt eða jafnvel einsömul?
Hvaðan kemur eldurinn sem brennur svo heitt í hjarta næturgyðjunnar? Er þetta rökrétt? Eru augu draugsins sem svífur um í tómi breiðholtskassanna föst við merkingarlausann dans sem hugsanlega táknar hreyfingar alheimsins? Dáist hann að þeim sem tamið hefur skrímslið? Þeim er ríður á baki þess innan um hina sem þenja málmskepnurnar? Eða er það kannski bensínreykurinn sem tákn hnignunar sem skemmtir draugnum í breiðholtinu?

Á meðan renna skepnurnar áfram í trylltum dansi á demants-slípuðum tjörnum sem teyma þær áfram í dansinum.