Meira gert til að hægja á bílum. FIA hafa áhveðið að breyta reglum til þess að hægja enn meira á bílunum fyrir San Marino 15 apríl í ljósi afleiðinga slyssins í Ástralíu. Yfirmenn FIA hafa játað að samkeppni í dekkjaframleiðslu hefur aukið hraðann mun meira en búist var við, svo dæmi sé tekið var tími Schumacher í ár tæpum 4 sekúndum hraðari en besti tíminn í fyrra, þrátt fyrir hækkaðan framvæng og minkaðan afturvæng.
FIA hafa vald til að breyta reglum án fyrirvara ef öryggi ökumanna eða annara er í hættu sem t.d. var það gert strax eftir að Senna dó 1994, þegar framvængir voru breyttir og “aftur bakkar” (“rear diffuser panel” á rassinum á bílnum) voru minnkaðir. Það á að fylgjast vel með beygjuhröðum í næstu tvemur mótum til að staðfesta aukningu í hraða áður en að FIA grípur til breytinga á reglum.
Líklegt þykir að bætt verði við hliðarlínum á dekkin til að minnka magnið að gúmmíi sem snertir veginn. Samt sem áður segir Patrick Head, tæknistjóri hja Williams að slysið í Melbourne hafi ekki verið vegna of mikils hraða, heldur vegna mismuns á hraða. “Annar bíllinn bremsaði en hinn ekki. Ég held að það hefði ekki breytt neinu ef að bílarnir hefðu verið að fara hægar.” sagði Patrick í viðtali við The Guardian á Miðvikudag. Nú er bara að bíða og sjá hvað verður gert.
supergravity