Jæja þá er fyrsta keppnin yfirstaðin og ekki byrjar þetta gæfulega hvað öryggismálin varðar. Það setur svartan blett á keppnina að brautarstarfsmaður lést og áhorfendur slösuðust.
Schumacher tók þetta af miklu öryggi og var fremstur frá byrjun. Það setti nátturlega strik í reikninginn að eknir voru nokkrir hringir á eftir öryggisbílnum. Schumacher sagðist hafa keyrt eins hratt og hann þurfti, hann passaði sig að ofkeyra ekki bílinn og tók enga óþarfa áhættu. Það tók nú svolítið mikla spennu úr keppninni að Hakkinen datt út. Þeir segja að það hafi ekki verið ökumannsmistök að hann ók út af. Það er ekki aðsjá að slysið sem Schumacher lenti í á föstudag hafi haft nein áhrif á hann og bíllinn sem hann var á var í fínu lagi, vel uppsettur.
Coulthard klóraði aðeins í Schumi en hann átti samt ekki séns, honum hefði aldrei verið hleypt fram úr.
Góð byrjun fyrir okkur Ferrari menn, Barichello í þriðja sæti þannig að allt lítur vel út.