Það er bar eiginlega eitt sem fer í pirrurnar á mér þessa daganna!! Það er að fjölmiðlar eru að tala um að Montoya sem keyrir í CART Kappakstri í Bandaríkjunum eigi eftir að skáka M.Schumacher. Man einhver eftir því hvernig fjölmiðlar töluðu um að Zanardi myndi koma í Formúluna úr Cart og jafnvel bera sigur úr býtum í heimsmeistarakeppni. En Nei!!!!! Hans besti árangur var að KOMAST í annað sæti í ítalska kappakstrinum á Monza en var strax kominn um mitt pakkið um leið.Fólk verður að fara að Skilja að M.Schumacher og Ayrton Senna hafa virkilega fædda hæfileika sem ökumenn þess vegna segji ég að það yrðu misstök hjá Williams liðinu að skipta Jenson Button fyrir Montoya á miðju keppnistímabilinu. En ef Montoya kemur tel ég að hann geti ekki einu sinni skákað R.Schumacher og varði hann í 10-15 sæti í keppnum.