Að öllum líkindum munum við fylgjast með öryggisbílnum aka útaf brautinni í síðasta skipti á næsta ári. Í viðtali við Max Mosley forseta, lýsir hann þeim hugmyndum að í framtíðinni verði hraða bíla í formúlu 1 stýrt niður með hugbúnaði. Verði þá bílar settir niður á einhvern ákveðinn hraða, ef þurfa þykir, svo staða þeirra í keppninni breitist sem minnst og bil sem menn hafa verið að vinna inn tapist ekki. Þetta mun þá að líkindum verða líkt og hraðastýringin á þjónustusvæðinu og þá annað hvort takki í bílnum en þá mun líklegar fjarstýrt frá keppnisstjórn. Þetta mun nú líklega einhvað draga úr spennu í keppnunum en er þó líka sanngirnismál. En Barricello má teljast heppinn að þetta var ekki komið á í fyrra.