Michelin vs. Bridgestone vs. FIA Sælir Hugarar.

Þá er enn eitt málið komið upp í Formúlu 1 nú er það varðandi dekkin þar sem að bæði Ferrari og Bridgestone hafa kvartað til FIA vegna þess að dekkin hafa verið jafnvel ólögleg á einhverju tímabili í síðustu keppnum. Eins og þið munið öll þá voru fyrstu sjö allir á Michelin dekkjum og áttundi var Michael Schumacher á Bridgestone dekkjum sem að var fyrstur af Bridgestone mönnum og nú virðist sem að Michelin mæti ekki á Monza kappaksturinn eftir viku þar sem að FIA er núna að hugsa um að setja nýja reglu að undirlagi Ferrari og Bridgestone. Það er að mæla núna gripflötinn á dekkjunum bæði fyrir og eftir kappakstur en FIA hefur aðeins mælt gripflöt fyrir kappakstur, kom þetta til út af því að Ferrari gat ekki sætt sig við það að tapa fyrir Renault og Fernando Alonso að hann yrði hring á eftir forystumanninum og tapa dýrmætu forskoti á Juan Pablo Monatoya og Kimi Raikkonen niður í eitt stig á Juan og tvö stig á Kimi.

Tökum dæmi ef að bíllinn tekur beyju þá þarf ekki endilega að það sé verið að keyra á akkurat 270 millimetrum sem að er hámarksbreydd á dekkjum í F-1 því að dekkið getur verið upp í 270-275 millimetrar þar sem að þeir eru að keyra á bríkonum í beygjunum. Þannig að það er ekki hægt að segja að grip flöturinn sé nákvæmlega 270 millimetrar nema kannski á beina kaflanum og þegar bíllinn er í kyrrstöðu.

Þannig að það er möguleiki að Williams, Mclaren, Renault, Toyota og Jagúar komi ekki til með að keppa á Monza um næstu helgi, sem að ég er að vona að verði ekki þar sem að ef að þessi regla nær að ganga í geggn þá er Michelin að gefa Michael Schumacer heimsmeistara titil ökuþóra og gefa þar af leiðandi Ferrari heimsmeistari bílasmiða.

En þá fór ég að velta fyrir mér tapar Bridgestone ekki á þessu líka??? Ég held það.

En hérna ætla ég að hætta í öllum þessum pælingum.

Kimi kveðja
RykmauR