Það nú svo að oft er stutt á milli hláturs og gráturs í lífinu og í íþróttum. Eftir leiðilegasta keppnistímabil sögunnar í fyrra erum við nú að verða vitni að einu því alfjörugasta og mest spennandi tímabili sem verið í sögu formulu 1. Að það skulu vera búnir að landa sigri átta ökumenn frá fimm liðum er hreint ótrúlegt, og hitt að á fyrstu þrem ökumönnum í stigakeppninni muni einungis tveim stigum er líkara lygasögu en nokkru öðru. Úrslit keppninnar í Ungverjalandi voru eins góð og hægt var fyrir stigakeppnina og að sjálfsögðu fyrir mann helgarinnar,spánverjann Fernando Alonso. Þessi kappi ritaði nafn sitt eftirminnilega í sögubækurnar nú um helgina með því að vera yngsti ökumaður frá upphafi Formulu 1 til að sigra keppni, 22 ára og 26 daga. En það er líka ótrúlegt að þessi drengur hefur hvorki meira né minna en 18 (ÁTJÁN) ára keppnisreynslu. Á árunum 1985 til 1998 keppti hann á körtum af ýmsum stærðum og aldursflokkum. Þar má segja að tónninn hafi verið gefinn þar, því að þriðja sæti er það lægsta sem getið er í mínum heimildum en oftast er um að ræða fyrsta sæti í stigakeppnum.
Ég ætla þessum bráðefnilega ökumanni ekki það að verða heimsmeistari á næsta ári en það verður mjög fljótlega og að öllum líkindum oftar en einusinni. Það verður líka að segjast að það skemmir ekki þennann dreng að hann er skemtilega hógvær og hefur lag á að svara spurningum.
En að lokum fyrir þá sem ekki hafa séð úrslitin, gjörið svo vel.

1 F. Alonso Renault M 1:39:01.460
2 K. Raikkonen McLaren M +16.768
3 J.P.Montoya Williams M +34.537
4 R.Schum acher Williams M +35.620
5 D.Coulthard McLaren M +56.535
6 M. Webber Jaguar M +12.643
7 J.Trulli Renault M +1 lap
8 M.Schumacher Ferrari B +1 lap
9 N.Heidfeld Sauber B +1 lap
10 J.Button BAR B +1 lap
11 C.da Matta Toyota M +2 lap
12 J.Verstappen Minardi B +3 lap
13 N.Kiesa Minardi B +4 lap
14 H.H.Frentzen Sauber B +23 lap
15 J. Wilson Jaguar M +28 lap
16 Z.Baumgartner Jordan B +36 lap
17 O. Panis Toyota M +37 lap
18 G.Fisichella Jordan B +42 lap
19 R.Barrichello Ferrari B +51 lap
20 J. Villeneuve BAR B +58 lap