Schumacher var ekki vísvitandi hindraður Willi Weber umboðsmaður Michaels Schumachers hefur vísað á bug þeim ásökunum er fram koma í sumum fréttum sem segja að atvikið í ræsingunni í Hoceknheim sem leiddi af sér árekstur Schumachers og Fisichella hafi verið fyrirfram ákveðið ráðabrugg.

“Ég er alls ekki sammála því að þetta sé fyrirfram ákveðið ráðbrugg að hindra Schumacher í ræsingunni” sagði Weber við þýska blaðamenn.

Schumacher hefur aftur á móti ásakað Fisichella fyrir að aka aftan á sig og segir að hann hefði léttilega átt að getað forðast það. Aftur á móti tók Schumacher það skýrt fram að David Coulthard ætti enga sök á því hvernig hlutir atvikuðust í ræsingunni.
-sphinx-