Räikkönen með tímabundið leyfi. Peter Sauber sagði nýverið að Kimi Räikkönen, nýliðinn í Sauber liðinu, fengi einungis leyfi til að keppa í fyrstu fjórum mótum ársins sökum reynsluleysis hans. Eftir að þessum fjórum keppnum er lokið mun FIA taka ákvörðun um framhaldið, byggða á því hvernig kappinn stendur sig.

Samkvæmt AtlasF1.com segist Peter Sauber ekki hafa áhyggjur, hann sé viss um að Räikkönen muni standa sig með prýði.

Sem er vonandi, því annars mun Sauber liðið lenda í vandræðum eftir keppnina í Imola.