Það er alveg ótrúlegt hversu vinsæl formúlan er orðin hér á landi. Ég fyrst fór að fylgjast með formúlu 1 árið 1996 að mig minnir en þá var hún ekki sýnd á Rúv heldur á Eurosport. Eftir það hefur maður varla misst af keppni í sjónvarpinu.
En af hverju er þetta svona vinsælt sjónvarpsefni. Hinir fáfróðu segja “en þetta eru bara bílar að keyra sama hringinn aftur og aftur” Það sem mér finnst mest spennandi við formúluna er startið og fyrsta beygjan. Sjá 22 bíla koma á um 200 km hraða inn í þrönga beygju og það munar alltaf svo litlu að allt fari í klessu. Lang skemmtilegast er þegar það verður hópcrash eins og Spa ‘98 og Monza ’00. Reyndar tefst keppnin eitthvað en það er mitt mat að formúlan byggir sínar vinsældir mest upp á cröshunum. Svo náttúrulega snilldarakstri manna eins og Schumacher og Hakkinen.
Ég hélt alltaf með Schuma en það sem Hakkinen getur sýnt í keppnum er alveg ótrúlegt svo að maður er á báðum áttum núna. Þar ber hæst framúrakstur hans á Spa '00.