Já það eru fleiri lið lánlaus en Jaguarliðið. BARliðið hefur ekki haft heppnina með sér síðustu dagana. BARliðið ásamt öðrum liðum voru á æfingum á Jerezbrautinni á Spáni í síðustu viku. Ekki var Villeneuve kallinn alveg sáttur við bílinn enda var hann að keyra á lakari tímum en hann var að setja á síðasta ári. Á miðvikudaginn missti hann svo bílinn út í dekkjavegg og laskaði hann einhvað talsvert. Ofan á allt annað á svo að frumsýna bílinn núna í vikunni og ekki vinnst tími til að endurgera bílinn og verður bíllinn frumsýndur að honum fjarstöddum! Það er að notast verður við eftirlíkingu af BAR003. Verðum við að vona að fall sé farar heill í þetta skiptið fyrir Villeneuve og hann fái nú almennilegan bíl, því hann á það skilið. Hvað haldið þið. Nær hann að toppa árangur síðasta árs?