Nú þegar líða tekur að formúluvertíðinni verða spekúlasjónir sífellt meiri um gengi liða og ökumanna. Best er að bæta aðeins í þann brunn. Einn athygglisverðasti ökumaður síðasta árs er án efa skoski séntilmaðurinn David Coulthard, sem á undraverðan hátt komst lítið slasaður frá átökum við dauðann sjálfan. Og var bókstaflega endurborinn eftir. En það er ekki nóg að vera góður ef þú ert ekki heppinn líka, og því fékk hann líka að kynnast á allmörgum keppnum. Ástralía, Brasilía, Belgía, Bandaríkin, Kanada eru dæmi um það. En sú keppni sem mér þykir hve eftirminnilegust á síðasta ári er án vafa Frakklandskeppnin. Þar var Coulthard í svakalegu stuði og sýndi sínar bestu hliðar og þær sjaldséðustu. Og í þýska kappakstrinum tók hann að sér hlutverk kennarans og kenndi núverandi heimsmeistara mögulegar afleiðingar eigin aksturstíls. Ron Dennis eigandi McLaren hefur gefið út að honum þyki Coulthard vera líklegan í titilslagi komandi vertíðar, og eitt er víst að ef liðið fær honum í hendur áræðanlegan og löglegan bíl er Coulthard rétti maðurinn til að skila honum í mark.