Einstökum kafla í sögu Ferrari-liðsins lauk í Imola-brautinni á ítalíu um síðustu helgi er Michael Schumacher ó F2002 bílnum til öruggs sigurs á eigin sorgarstund.
Michael og bróðir hans Ralf afréðu að axla faglega ábyrgð og þungbærar persónulegar byrðar með því að keppa en báðum var boðið af hálfu liða sinna að keppa ekki vegna móðurmissisins að morgni keppnisdags. Framkoma þeirra einkenndist af mikilli reisn og unnu þeir aðdáun keppinauta sinna. Michael sigraði á Imola-brautinni og átti þann sigur skilið, Ralf lenti í 4. sæti sem er ágætur árangur miða við gengi hans í síðustu keppnum. Michael segist hafa gert það sem móðir hans hefði viljað með því að keppa og aka til sigurs á San Marínó- kappasktrinum aðeins nokkrum klukkustubdum eftir að hún lést á ´spítala í Köln í Þýskalandi. "Móðir mín naut þess að dvelja við körtubrautina í Kerpen er við vorum yngri og horfa á okkur keppa. Foreldrar okkar studdu okkur alla tíð.
Mér finnst Schumacher eiga hrós skilið að keppa svona stutt eftir að hafa misst móður sína og það að geta talað svo opinskátt um móðurmissir sinn.