Sælir kappar

Nú þegar þessi keppni er afstaðin þá fór ég að velta fyrir mér álagið á þessa ökumenn í Formúlu 1 ég meina þeir megja ekki vera mannlegir eins og við hin saman ber Shumacher bræðurnir er þeir misstu móur sína í síðustu nótt (aðfaranótt páskadags) sem að var mjög mikið áfall fyrir þá. Þannig að ég fór að velta fyrir mér hvort að fólk væri alveg óbygðult þegar kemur að dauðsfalli í fjölskyldu hjá F1 ökumanni og að það skuli ekki vera hægt að veita þeim smá svigrúm þegar svona kemur uppá. En reglur í F1 segja til um að tveir bílar frá hverju liði verði að vera á ráslínu á keppnisdag… Og ég sem er gallharður Mclaren maður ÉG vorkenni bæði Michael Schumacher sem að ég hef yfir leitt aldrey þolað og einnig Ralf Schumacher.

Þannig að ég spyr ykkur eru þið virkilega þannig í garð gerð að þið viljið ekki veita viðkomandi ökumanni svona svolítið meira svigrúm en var veitt í keppninni í dag það sem að þeir Schumacher bræður fengu undanþáu frá blaðamanna fundum það var það eina sem að þeir fengu hjá FIA og ég vil láta breyta þessu!!!

Kveðja
RykmauR