Föstudagstímatökurnar voru viðburðarríkar eins og æfingin fyrr í dag því veðurguðirnir héldu áfram að bleyta í braut og mönnum sem er mjög gott (gaman).

Tímatakan hófst á nokkurri rekistefni á þjónustusvæðinu þar sem ökumenn reyndu að fá henni aflýst eða a.m.k. frestað þar sem þeim leyst ekki á að taka hraðan hring við þær aðstæður sem við blöstu sem er skiljanlegt.

En brautardómarar stóðu þó fastir á því að halda sig við eðlilega dagskrá keppnishelgarinnar. Rigningunni var ekki frestað en það var aðeins farið slota þegar tímatakan hófst og þegar sex síðustu bílarnir fóru sína hringi var farin að myndast þurr aksturslína á brautinni.

Föstudagstímatakan reyndi í fyrsta skipti verulega og þá meina ég verulega á nýtt tímatökuform (1 bíll í brautinni í hvert skipti) við erfiðar aðstæður þar sem enn rigndi eins og hellt væri úr fötu við upphaf þeirra.

Það var misjafnt hvernig ökumenn tókust á við verkefnið – sumir kusu að fara hringinn af öryggi en aðrir létu vaða og var misjafnt hvernig til tókst.

Mark Webber naut góðs af því að vera aftarlega í röðinni við að fara út á brautina og aksturslínan þá aðeins farin að þorna og náði glimrandi tíma - þeim besta sem náðist í dag og hann þar með á föstudagsráspól.

Félagi hans, Antonio Pizzonia, náði aðeins níunda besta tímanum en hann hafði átt í miklu basli bæði á frjálsu æfingunum í morgun og svo á æfingunni fyrir tímatöku þar sem hann endaði á varnarvegg :(

Það var Kimi Räikkönen sem að sjálfsögðu mátti glíma við blauta brautina fyrstur enda í forystu í stigakeppni ökumanna. Finninn ungi sýndi að hann er hvergi banginn og náði næstum 3.5 sekúndum betri tíma en sá hraðasti í æfingunni. Það sýndi kannski best að aðstæður höfðu aðeins lagast. Þegar upp var staðið dugði tími Räikkönen honum í þriðja sæti.

Félaga hans, David Coulthard, tókst ekki að slá tíma Räikkönens en hann rann aðeins til í polli á sínum hring, náði þó fjórða besta tíma dagsins.

Montoya gekk ekki eins vel að halda stjórn á Williamsbílnum í bleytunni. Montoya hóf sinn fljúgandi hring með glæsibrag en lenti svo í miklum vandræðum við bremsun og fór verulega útaf aksturslínunni (eins og vennjulega). Mistökin voru dýr og þegar upp var staðið var tími Montoya 17. bestur en félaga hans, Ralf Schumacher, gekk aðeins betur og náði 13. besta tíma.

Barrichello fór hringinn hratt og örugglega á heimabraut sinni og var lengi vel með besta tíma dagsins eða þangað til Jagúarökumaðurinn, Webber, kom öllum að óvörum og náði föstudagspólnum. Og svo er það spuring hvar verður hann á morgun og hvernig gengur honum í keppninni???

Renaultfélagarnir, Fernando Alonso og Jarno Trulli, tóku þann kostinn að fara varlega og skila sér örugglega.

Michael Schumacher var einn af þeim sem mátti finna fyrir aðstæðum en hann sneri bílnum á úthringnum og fann líka poll sem bíllin skripplaði á. Hann fór því sinn fljúgandi hring með vakandi auga og endaði með fjórða besta tíma dagsins (svona lala).

Það voru svo Olivier Panis og Jacques Villeneuve sem náðu sjöunda og áttunda besta tíma en Jenson Button félagi Villeneuve lenti í miklum vandræðum út á braut. Button missti stjórn á bílnum, keyrði niður ein tvö bremsupunktamerki og við þessar sviptingar skemmdist afturvængurinn það mikið að hann gat ekki sett tíma þannig að hann er síðastur.

Tímatakan var stöðvuð á meðan hreinsað var til eftir Button. Jordan og Saubermenn völdu þann kostinn að fara að öllu með gát en Verstappen ók af festu og náði 15. besta tíma dagsins á Minardi.

Það er svo nánast ómögulegt að segja til um hvort það skiptir yfirleitt einhverju máli í tímatökunum á morgun hvort farið verður snemma eða seint af stað í tímatökum dagsins. Ef veðurguðirnir ákveða að hella regninu í svipuðu magni yfir Interlagosbrautina verður fróðlegt að sjá hvernig menn takast á við það.





Nr Ökumaður Lið Dekk Tími
1. Webber……. Jaguar…. M 1'23“111 + 0'00”000
2. Barrichello.. Ferrari… B 1'23“249 + 0'00”138
3. Räikkönen…. McLaren… M 1'24“607 + 0'01”496
4. Coulthard…. McLaren… M 1'24“655 + 0'01”544
5. M.Schumacher. Ferrari… B 1'25“585 + 0'02”474
6. Panis…….. Toyota…. M 1'25“614 + 0'02”503
7. Villeneuve… BAR……. B 1'25“672 + 0'02”561
8. Pizzonia….. Jaguar…. M 1'25“764 + 0'02”653
9. Alonso……. Renault… M 1'26“203 + 0'03”092
10. Frentzen….. Sauber…. B 1'26“375 + 0'03”264
11. Da Matta….. Toyota…. M 1'26“554 + 0'03”443
12. Trulli……. Renault… M 1'26“557 + 0'03”446
13. R.Schumacher. Williams.. M 1'26“709 + 0'03”598
14. Fisichella… Jordan…. B 1'26“726 + 0'03”615
15. Verstappen… Minardi… B 1'26“886 + 0'03”775
16. Heidfeld….. Sauber…. B 1'27“111 + 0'04”000
17. Montoya…… Williams.. M 1'27“961 + 0'04”850
18. Firman……. Jordan…. B 1'28“083 + 0'04”972
19. Wilson……. Minardi… B 1'28“317 + 0'05”206
20. Button……. BAR……. B Enginn tími þar sem að hann eyðilagði bílinn sinn