Jæja kæru samlandar,
nú langaði mig aðeins að segja ykkur frá því hvernig Formúlan hefur áhrif á Brasilíu. Ég hef búið hér í Mococa - SP í Brasilíu sem skiptinemi í rúma átta mánuði. Mococa er í um þriggja tíma fjarlægð frá Interlagos, formúluborginni frægu. Það ætti því að vera sjálfsagt að íslenski formúluáhugamaðurinn skelli sér á keppnina. Það er bara eitt lítilsvægt vandamal og það er það að AFS bannar allar ferðir skiptinema án fjölskyldunnar, vegna stríðsins. En mér er við það að takast það að sannfæra föður minn um að skella okkur þangað á sunnudaginn.
Brasilía er land íþróttana eins og það sannar í öllum keppnisgreinum, heimsmeistarar í blaki, fótbolta og ég veit ekki hvað og hvað. Formúlan er heldur ekki síður vinsæl, enda nokkrir frægir ökumenn eins og Barricello og Ayrton Senna. Senna er ennþá þrátt fyrir að mörg ár séu liðin frá slysinu, álíka mikil þjóðarhetja og Pele. Barricello þykir nú ekki nærri jafnmikill maður og Senna var.
Keppnin hefur nú alla athygli fjölmiðla og má sjá um klukkutímaþátt á hverjum degi um undirbúning keppninar. Þar er lýst öllu frá skúringakonunum til partía ökumannana. Gaman að þessu!

Ef ég mun njóta því mikla láns að fá að fara á keppnina, gef ég ykkur góða lýsingu á þessu öllu saman.

Steinar Sigurðsson
Brasilíufari