Það er altaf gaman að spá í skoðanakannanir og ég ætlaði aðeins að spá í þessa sem er í gangi núna (hverjum heldur þú með).
Þegar ég las þetta héldu 48% með M. Schumacher en einungis 28% með Hakkinen. Þetta er athyglisvert vegna þess að fyrir ári var þetta jafnt, það héldu jafnvel fleiri með Hakkinen.
Er ástæðan fyrir þessu að Schumacher vann titilinn og því hafi margir byrjað að halda með honum. Og jafnvel farið að halda með Hakkinen (í staðin fyrir Villenuve) þegar sá fyrrnefndi varð heimsmeistari. Samt halda alltaf þessi 40 % með Schumacher.
Ef þetta er ástæðan sýnir það annaðhvort að stór hluti F1 aðdáenda halda bara með þeim sem eru bestir eða þá að Schumacher á sér fleiri sanna aðdáendur. Ástæðuna fyrir þessum sönnu aðdáendum tel ég að líklega sé vegna þess að Schumacher er miklu ákveðnari og er einhvernvegin meiri persóna en Hakkinen. Til að gera ekki Hakkinen aðdáendur brjálaða þá eru samt 28% sannir Hakkinen-menn.
Ég ætla ekkert að leyna því að ég held með meistaranum.