Hockenheimbrautina hefur Williams liðin unnið oftast, eða 7 sinnum, þar á eftir kemur Mc Laren liðið með 6 sigra og í þriðja sæti Ferrari með 5 sigra.

Enginn af núverandi F1 ökuþórum hafa unnið Hockenheim oftar en einu sinni. Þrír hafa unnið eina keppni, Schumacher 1995, Hakkinen 1998 og Irvine 1999.

Það má segja að þeim Hakkinen og Baricello hafi ekki gengið sérlega vel í Hockenheim. Þótt Hakkinen hafi unnið 1998 þá féll hann úr keppni fimm ár í röð, 91-96. Árin 97 og 98 komst hann á verðlaunapall en 99 féll hann úr. Brasilíumanninum Baricello hefur gengið enn verr en Hakkinen í Hockenheim. Af þeim sjö keppnum sem hann hefur tekið þátt í þar hefur hann sex sinnum dottið úr og náði einu sinni 6 sæti.

Tveir ökumenn í sögu Hockenheimkeppnanna hafa unnið þrisvar eða Brasílíumennirnir stórkostlegu þeir Nelson Piquet (sigrar 81, 86 og 87) og Senna (88,89,90).