Þýski bílaframleiðandinn AUDI hefur engan áhuga á framleiða vélar fyrir F1 keppnirnar. Þeir segja að það sé allt of dýrt að taka þátt í þessum bardaga. Audi bílarnir röðuðu sér í fyrstu þrjú sætin á hinni frábæru Le Mans keppni, sem fer árlega fram og tekur heilan sólarhring. Sú keppni er talin vera bæði erfiðasta og mest krefjandi bílakeppni í heimi. Ef þið hafið áhuga á að fara út á bílakeppni þá mæli ég með Le Mans keppninni á næsta ári, stemmingin þar slær öllu við, meira að segja bestu F1 keppnunum. Hörðustu F1 aðdáendur eru meira að segja algerlega sammála þessu og mæta á Le Mans keppnina á hverju ári. Tæp 3.000 blaðamenn mættu á svæðið seinast þar af 100 frá Japan.