Frétt af mbl.is
Jordanliðið varð fyrir áfalli í gær þegar hönnuðurinn Mark Smith ákvað að yfirgefa herbúðir liðsins og ganga til liðs við Benetton. Talað er um að fyrrverandi hönnuður Ferrari liðsins, George Ryton, verði ráðinn í staðinn. Smith er ekki sá fyrsti sem fer frá Jordan yfir til Benetton því að í fyrra hætti tæknistjóri Jordanliðsins, Mike Gascoyne, og fór til Benetton. Talsmaður Jordanliðsins segir engan vafa vera á því að missis liðsins er mikill. Það er einmitt Mark Smith sem hefur nýlokið við hönnun á 2001-keppnisbíl Jordan, EJ11, sem verður afhjúpaður 16. jan. nk. Frekar undarleg staða hjá Jordan að byrja nýtt keppnistímabil án hönnuðar bílsins og tæknistjóralaust. Þeir eru reyndar búnir að ráða til sín aðalhönnuð Arrows, Eghbal Hamidy, en hann er samningsbundinn við Arrows í 18 mánuði í viðbót. Það er þó örlítil sólarglæta hjá liðinu þar sem það hefur ráðið til sín nýjan keppnisvélfræðing, David Brown frá McLaren sem var einn af lykilmönnum við að gera Williams að veldi á níunda og tíunda áratugnum og vann þá með ekki minni snillingum en Ayrton Senna, Alain Prost og Nigell Mansell.