Michael Schumacher varð 32. ára í gær 3. jan. Hann fæddist í Kerpen í Þýskalandi 1969 og byrjaði snemma að sýna ökumannshæfileika. Hann vann fyrsta stóra titilinn sinn 1990 þegar hann varð þýskur meistari í F3. Sama ár færði hann sig yfir í F1 og keyrði einu sinni það árið fyrir Jordan áður en hann skipti yfir til Benetton og halaði inn 4 stigum. 1994 og 1995 vann hann tvo titla með Benetton og svo skipti hann yfir til Ferrari 1996. Síðan þá hefur hann verið í toppbaráttunni um ökumannstitilinn. 1998 og 1999 varð hann að horfa á eftir titlinum til Mika Hakkinen en loksins árið 2000 fékk hann laun erfiðisins og vann ökumannstitilinn eftir rosalega spennandi tímabil og Ferrari fengu titilinn í fyrsta skiptið í 21 ár. Á næsta tímabili verður gaman að sjá hvort honum tekst að vinna fjórða titilinn. Maður þreytist allavega aldrei á að horfa á manninn keyra:) (híhíhí)