Formúlan er byrjuð, VEI, VEI!!! Já í dag (nótt) hófst slagurinn á nýju. Kapparnir mættust eiturhressir í Ástralíu tilbúnir í fullan bardaga. Það gekk nú á ýmsu og keppnin var nú harðari og meira spennandi en oft áður. M. Schumacher átti ráspólinn, en svo vildi til að um 2 tíma regnfall var rétt fyrir keppnina og því voru mörg lið sem hófu keppnina á regndekkjum, m.a. Ferrari og David Coulthard - en ekki Kimi! Jæja, því þurftu margir að hefja keppnina á því að skella sér á viðgerðasvæðið og fá undir þurrdekk. David kom bara strax á fyrsta eða öðrum hring inn. Það voru 2 mjög klúðursleg viðgerðar hlé, annarsvegar hjá Williams og hins vegar hjá BAR þegar báðir bílarnir komu inn á sama tíma og þurfti þá seinni bíllinn að bíða eftir að fyrri kláraðist. Maður myndi halda að lið sem væru með allar þessar milljónir undir höndunum ættu að geta komið í veg fyrir svona asna-klaufaskap! Kimi og Schumacher áttu hörku keppni sín á milli og Kimi sýndi sig svo aldeilis og sannaði og hélt Schuma alveg fyrir aftan sig, en varð þá svo óheppinn að fá á sig refsingu og varð að fara í “Drive throu” og missti því af sætinu! Schumacher var loksins kominn í fyrsta sætið á ný þegar bílinn fór gjörsamlega að hrynja hjá honum, en vegna þrjósku sinnar dröslaðist hann nokkra hringi áður en hann fór á viðgerðasvæðið. Þar með var hann dottinn niður í 4. sætið. Þá var það David Coulthard sem hafði náð forystusætinu og hélt því til enda. Ég veit að gekk ýmislegt á í keppninni og ég hef eflaust gleymt einhverju, en þið bætið bara við ef ykkur finnst það þurfa að fljóta með :)

Staðan var þá:
1 David Coulthard, McLaren-Mercedes, 10 stig
2 Juan Pablo Montoya, BMW.Williams, 8 stig
3 Kimi Räikkönen, McLaren-Mercedes, 6 stig
4 Michael Schumacher, Ferrari, 5 stig
5 Jarno Trulli, Renault, 4 stig
6 Heinz-Harald Frentzen, Sauber-Petronas, 3 stig
7 Fernando Alonso, Renault, 2 stig
8 Ralf Schumacher, BMW.Williams, 1 stig
9 Jacques Villeneuve BAR-Honda
10 Jenson Button BAR-Honda
11 Jos Verstappen European Minardi
12 Giancarlo Fisichella Jordan
13 Antonio Pizzonia Jagúar-Cosworth
- www.dobermann.name -