Það hefur fengist staðfest að Hakkinen fær að halda stigunum sem hann fékk fyrir síðasta kappakstur. En McLaren liðið var svipt stigunum tíu sem það fékk í keppni bílasmiða auk þess að þurfa að borga 50.000 dollara sekt af því að innsiglið var rofið á bíl Hakkinens í kappakstrinum fyrir rúmlega einni viku síðan. Þannig að staða ökumanna er óbreytt en staðan í keppni bílasmiða hefur breyst þannig að Ferrari er komið aftur yfir og hafa þeir 92 stig á móti 88 stigum McLaren manna.