Franska ljónið Peugeot ætlar að draga sig út úr F1 bransanum en þeir starfa þetta tímabil með Alain Prost. Peugeot er búið að selja alla sína F1 starfsemi til AMT, Asia Motor Technologies. AMT yfirtekur 1 janúar 2001.
Peugeot verður þá búið að starfa í 7 æar í F1. Byrjuðu 1994 með McLaren eftir að hafa skapað sér nafn í vélageiranum í Rallýkeppnum. Ári síðar fóru þeir yfir til Jordan og 1998 til Prost.
Hingað til hefur bíll með vél frá þeim ekki unnið F1 keppni.