,,Countdown,,
Nú þegar keppnistímabilið fer að hefjast er ekki úr vegi að hita pínulítið upp. Ég hef orðið svo lánsamur að hafa farið á nokkrar formúlukeppnir og geta upplifað þessi ótrúlegu augnablik. Öskrin í vélunum, lyktin, batterýið í kringum þetta allt saman, þetta er ólýsanlegt.
Það var svo sem ekkert leiðinlegt að vera á Silverstone og sjá ,,Meistara meistaranna,, krassa í Stowe beygjunni ´99.
Þá hoppaði mitt litla hjarta.
Í þau skipti sem ég hef verið á keppnum þá höfum við (konan líka, hún er forfallin) verið í stúku við ráslínuna, þar er tel ég best að vera því þar getur maður fylgst best með. Ég tala nú ekki um skemmtiatriðin á undan keppninni. Þetta er þó umdeilt þegar maður fer að tala við aðra sem eru á öðrum stað við brautina.
Tók ég eftir að á ákveðnum tímapunktum rétt fyrir ræsingu gerðist alltaf eitthvað.
Nú um daginn fékk ég tímarit þeirra McLaren-manna, jan.heftið, en í því er ágætis grein þar sem Steve Hallam Race Operations Manager er tekinn tali af Emmu Pearson og þar lýsir hann í hverju hans starf sé fólgið, sem virðist ekkert smáræði. Hann er beðinn að lýsa síðustu mínútunum fyrir hverja keppni og ætla ég með minni fátæklegu ensku að reyna að endursegja því sem hann lýsir.


Gefum Steve orðið!

Til að vera viss um að kalla ekki yfir sig refsingu og að allt sé í lagi fyrir keppni er ströng niðurtalning sett af FIA.
Á ákveðnum tímapunkti eru ljós og flauta, tendruð og þeytt.
Það er á ábyrgð minni að þessi tímamörk haldi.

45 mín.
Vagnar koma að ráslínunni, berandi rafala og fjögur keppnisdekk umvafin varmapokum. Keppnisbílarnir eru nú á öðrum dekkjum í tilfelli ef springur eða ef aðrir ófyrirséðir atburðir kunna að geta gerst á brautinni.

30 mín.
Viðgerðarsvæðið er opið í 15 mín.
Flestir keppnisbílarnir yfirgefa nú bílskúrana og aka hring og snúa svo til bílskúrana aftur til athugunar ef þarf.
Ökuþórinn og vélvirkjarnir munu nú ráðgast við um bílinn, Spá í hvernig hann fer á brautinni og.þ.h. og reynt að leysa sérhvert vandamál.
Bíllinn mun nú keyra einn hring á ný ef þarf og síðan mun ökuþórinn kunngera hvort hann sé sáttur og síðan fer hann til ráslínunnar og á sinn stað. Vélvirkjarnir fara einnig til ráslínunnar.
Vélvirkjarnir eru ekki hrifnir af uppákomum sem slíkum ef ökuþór tekur nú ákvörðun að snúa til bílskúrsins, þessvegna er stöðugt samband milli liðsins og ökuþórsins grundvallaratriði.

15. mín.
Viðgerðarsvæðinu lokað.
Allir keppnisbílarnir verða nú að vera búnir að yfirgefa það og aka til ráslínunnar. Að öðrum kosti mun refsing koma til en það mun leiða til að bíll mun þurfa að ræsa frá viðgerðarsvæðinu.

Á ráslínunni.
Vélvirkjarnir og viðgerðarmennirnir framkjæma nú síðustu hefðbundnu athuganirnar í kringum bílinn. Blásarar eru settir fyrir framan vatnskassana. Vatnskassaristar eru hreinsaðar. Bíllinn er tengdur við auka rafhlöðu.
Fjarskiptatölvubúnaður er tengdur til að vera klár fyrir ræsingu svo og aðvörunarkerfi vélarinnar. Kælivatninu er hringrásað í gegnum vélina og fyllt á bensíntank.
Keppnisdekkin gerð klár.


5 mín.
Á þessum tímapunkti verða þeir hjólbarðar sem valdir hafa verið að vera komnir undir bílinn. Þetta hefur oft í för með sér að menn komast í vanda sökum þess ef veðrabrigði verða. Þessvegna er reynt að teigja þennan tíma eins lengi og kostur er. Ákvörðunin verður að vera afdráttarlaus.
Á þessum mínútum hjólbarðaákvarðana eru mikil samskipti við veður- fræðinga um hugsanleg veðrabrigði á næstu mínútum.
Steve segir ennfremur.
,,Athugun bílstjóra öryggisbíls og keppnisstjórnar geta stundum gefið vísbendingar um hvað FIA er að hugsa um í sambandi við veðrabreytingar,,.
Ökuþórarnir verða ennfremur á þessum tímapunkti að vera komnir í ökumannssætið til að gefa þeim tíma til að koma sér fyrir, stilla öryggisbelti og þ.h.
Allir áhorfendur verða að vera farnir af ráslínunni.

2 mín.
Varmapokar á hjólbörðunum teknir af. Bíllinn settur niður á brautina.

1 mín.
Vélarnar ræstar.

15 sek.
Allir vélvirkjar og viðgerðarlið verða að vera farið í burtu, ásamt tölvum og öðrum útbúnaði sem hefur verið tengt við bílinn.
Nú er enginn tími til frekari aðgerða, að öðrum kosti verða refsingar.

Steve segir að lokum:
,,Ég horfi á ljósin allan tímann og er með skeiðklukkuna gangandi,,.

Þýtt og endursagt:
Kimi.