Sendi inn grein sem ég fann á netinu og þýddi að gamni mínu í fyrra. Í þessari grein er höfundur að spá í hinn byltingarkenda gírkassa sem vitað var að Ferrari var að smíða. Greinin er skrifuð líklega rétt eftir að 2002 keppnistímabilið hófst og ber að taka tillit til þess. Nú er vitað meira um þennan búnað hjá Ferrari.
Þeir sem hafa kanski ekki spáð í þessa hluti, fá kanski smá innsýn í hvað er um að ræða.
Greinin er svona.


Hinn kúplingslausi gírkassi Ferrari.

Eflaust hafa flestir sem fylgst hafa með Formúlu 1 heyrt orðróm um að Ferrari er að vinna hörðum höndum að byltingarkendri hönnun á drifbúnaðinum í 2002 bílnum.
Hefur liðið unnið að þessu nýja verkefni ásamt hinu Þýska fyrirtæki Sachs. Hugmyndin er að afnema hina hefðbundnu kúplingu (Tengsli) sem er milli vélar og gírkassa.

Virkni kúplingarinnar er að rjúfa tengslin milli velar og gírkassa til gírskiptinga eða til að stöðva bílinn án þess að vélin stöðvist eða fari á yfirsnúning. Þetta er sama virkni og í gamla fjölskyldubílnum. Sum keppnislið nota ennþá kúplingu til gírskiptinga, en flest liðin láta rafeindastýrðan búnað í bílnum stjórna eldsneytisgjöfinni meðan skipt er upp og niður í staðin fyrir kúplíngu. Kúplingin er því aðeins notuð þegar tekið er af stað.

Ferrari hefur mikla yfirburði fram yfir keppinautana þar sem þeir smíða sjálfir sínar eigin vélar og gírkassa. Flest önnur lið smíða eða láta smíða gírkassa sem þau svo setja á vélar frá öðrum framleiðanda.
Þetta hefur leitt til áðurnemds orðróms um að þeir séu að hanna vél og gírkassa sem sé ein heild. Þetta gerir vél og drifbúnaðinn minni og með þessari nýbreyttni er verið að fjarlægja hinn hefðbundna kúplingsbúnað og nota í staðinn rafeinda-vökva knúinn búnað (mismunadif/gripstýribúnað) í staðinn fyrir hina hefðbundnu kúplingu.

Með því að fjarlægja hinn venjulega kúplingsbúnað, er ekki lengur þörf á kúplingshúsinu. Það er bjöllulaga hús sem er milli vélar og gírkassa sem inniheldur kúplinguna og hjálparbúnað henni tengdri. Við að taka það í burtu verður allur vélbúnaðurinn styttri og færir einnig til þyngd að miðju bílsins. Þetta gerir alla þungadreyfingu auðveldari. Einnig léttir þetta að sjálfsögðu vélbúnaðinn. Kúplingin sjálf vegur um 1,5 kg og kúplingshúsið og annað tengt því, heldur meira.
Við það að fjarlægja kúplingsbúnaðinn og minnka gírkassann kann það að orsaka vandamál í sambandi við fjöðrunarbúnaðinn, þar sem sumir hlutar hans eru festir við þessa hluti. Þetta er þó minniháttar vandamál fyrir Ferrari að yfirstíga.

Reglubreyting sem gerð var fyrir Spánarkappaksturinn 2001 leyfir nú að gripstýring sé notuð í keppnum. Þetta þíðir að Ferrari getur nú notað hinn flókna rafeinda-vökva knúna gripstýribúnaðbúnað til að vinna verk sem kúplingin gerði áður.

Aðal ástæðan fyrir að fjarlægja kúplinguna, er að þá er hægt að láta vélina snúast hraðar. Með gamla kúplingsbúnaðinum þurfti vélin að snúa miklum massa sem samanstendur af kúplingshlutunum.
Þannig að við að taka kúplinguna í burtu verður vélin fljótari upp á súnning og nær hærri snúningshraða. Fleiri snúningar á sek. þíðir meiri orka. (Fleiri hestöfl)
Heyrst hefur að BMW-vélin sem Williams verður með í ár (2002) nái allt að 19,000 sn/mín. þannig að að aðrir framleiðendur hafa unnið hörðum höndum við að hanna vél sem er samkeppnishæf.

Þessi nýi ,,kúplingsbúnaður,, hefur verið prófaður á Fiorano af Schumacher á skemmri hringtíma heldur en nokkurn tíma áður.

Byggt á grein eftir Andy Marson sem styðst við heimasíður
Sachs Engineering
og HowStuffWorks Clutch article.
Greinin skrifuð af honum í fyrra

Kimi.