Á síðasta degi prófanna í Barcelona setti Jarno Trulli óopinbert brautarmet. Þetta kemur fram í grein á vísi.is. Daginn áður setti Nick Heidfeld hjá Sauber met. Trulli og Heidfeld voru báðir með betri tíma en Barrichello og Coulthard. Það vekur athygli að finninn Räikkönen varð í fimmta sæti þannig að nýliðinn virðist ætla að standa undir væntingum Sauber liðsins. Hann kláraði 75 hringi án mistaka. Svona til gamans þá eru tímarnir hérna en tekið skal fram að þetta eru óstaðfestir tímar.

S Ökumaður Tími Hringir
1. Trulli Jordan 1'19“580 43
2. Heidfeld Sauber 1'19”970 53
3. Barrichello Ferrari 1'20“420 92
4. Coulthard McLaren 1'20”470 67
5. Raikkonen Sauber 1'20“590 75
6. Panis BAR 1'20”600 37
7. Villeneuve BAR 1'20“900 78
8. Frentzen Jordan 1'20”970 48
9. Wurz McLaren 1'21"380 46