Það er eins gott að stjórnendur Íþróttadeildar Rúv geri sér grein fyrir því hvaða sjónvarpsefni sé vinsælast þegar kemur að íþróttum. Formúla 1 er vinsælasta sjónvarpsefnið í heiminum. Það er talið að hátt í 3 milljarðar manna fylgist með Formúlu 1 í sjónvarpi. Á hverja keppni mæta hundruð þúsunda manna. Það er ekkert annað en yfirgangur og lítisvirðing við þann fjölda manna sem fylgist með Formúlu 1 hérlendis ef Sjónvarpið ætlar að gera Formúlu 1 að einhverju uppfyllingarefni fyrir knattspyrnu (með fullri virðingu fyrir knattspyrnuáhugamönnum).