Mér var að berast þetta - við megum ekki láta þetta gerast!!!

———————————

Nú hef ég fengið nóg. Það á að klippa F1 í parta. Eins og að þetta
sé eitthvað lélegt efni. Ég hringdi niður í sjónvarp og var tjáð af
Ingólfi Hannessyni að F1 væri óvinsælla efni en EURO 2000. Þar af
leiðandi ætlar hann að sýna aðeins 10 mínútur af tímatökunum í
dag. Tíu mínútur er ekki nóg, ég vil sjá þær allar og ekkert röfl um
það. Við höfum orðið að þola engan smá yfirgang af hálfu þeirra
sem þykast vera fótboltaáhugamenn. Á þessum leikum sem allir
eiga að vera að horfa á eigum við ekki okkar menn og hvað er þá
verið að sýna þetta. Á morgunn verður sýnt frá FORMÚLUNNI
OKKAR en þegar henni er lokið kemur strax fótbolti og
fréttamannafundinn fáum við að sjá í Helgarsportinu seinna um
kveldið. Þetta er alveg óviðunandi, nú hef ég fengið nóg. Nú eiga
allir að hringja niður á RÚV og kvarta yfir þessu, númerið er 515
3880. Því fleiri sem kvarta því betur skilja menn hvað meirihluti
þjóðarinna vill. Við erum búinn að fá okkur fullsödd af þessum
endalausum boltaíþróttum, það er ekki það að segja að ég vilji ekki
horfa á þær, það er bara hægt að fá of stóran skammt í einu. Við
erum að horfa á eina keppni og eina æfingu á hálfsmánaðar fresti,
hluta af árinu. Og ekki höfum við farið fram á að þeir sýni frá
föstudags æfingunum eða fjalli meira um F1. Nei við höfum verið
mjög stillt. En það er ekki það sama að segja um boltana, þar eru
allir leikir sýndir og þegar enginn leikur er í gangi þá er verið að rifja
upp leiki dagsins og ef það klikkar þá sýna þeir gamla leiki. Það
eru takmörk fyrir öllu.
Látið þetta nú ganga til allra ykkar vina, sendið þeim E-mail eða
hringið í þá, nú látum við þá á íþróttadeildinni fynna fyrir því. Við
viljum aðeins fá að horfa á okkar F1 óklipptan, ekkert annað. En
fyrst ég er byrjaður að kvarta, þá má bæta við: hvar er allt annað
mótorsport, af hverju er ekkert sýnt frá íslensku mótorsporti, eða
heimsmeistarakeppninni á mótorhjólum svo ég nefni eitthvað.
LÁTUM NÚ RÖDD OKKAR HEYRAST, STÖNDUM SAMAN ÖLL.
Bara svona til að minna á þá er númerið 515 3880.

Kveðja Dóri.