David Coultard var á besta tíma á æfingunum í morgun hans var 1:20.602. Michael Schumacher var á öðrum besta tíma 1:20.611 eða einungis 0.009 sek á eftir DC. Barichello náði þriðja besta tíma 1:20.623 eða 0.021 á eftir DC. Það var síðan Jhonny Herbert hjá Jaguar sem náði fjórða besta tímanum 1:21.174 og ríkti mikil gleði í herbúðum Jaguar. Etthvað erfiðlega gekk hjá Mika Hakkinen var í fimmta á tímanum 1:21.370. Þessir tímar eru töluvert frá brautarmeti DC, en það er 1:19.635. Það bendir til þess að keppendurnir hafi ekki endilega reynt að ná sem bestum tíma í morgun, fremur hafa þeir verið að ná í upplýsingar til að stylla bílana sem best upp fyrir tímatökurnar í dag.

Það er vert að minna áhugamenn um Formúlu 1 á að útsending Sjónvarpsins hefst kl. 17:50.