Eins og flestir Formúlu áhugamenn vita var nú fyrir stuttu ákveðið að hætta keppni á Spa brautinni í Belgíu. Spa brautin er ein vinsælasta brautin meðal áhugamanna sem og ökumanna sjálfra og er mikill missir af henni.

Því bið ég alla sem vettlingi geta valdið að skrifa nafnið sitt á undirskriftalistann (slóðin er neðst) sem sendur verður til Bernie Eccelstone eiganda F1.

En hvers vegna ekki Spa? Margir furða sig á því. Hér er skýringin:

Þau lönd sem halda Formúlu-1 keppnir eru bundin af Concorde-samningnum, en í honum segir að ekki meigi banna tópaksauglýsingar fyr en 2006. Þetta gildir hinsvegar ekki um þau lönd sem þegar höfðu slíkt auglýsingabann í gildi áður en samningurinn var gerður (Frakkland, Þýskaland og USA). Stjórnvöld í Belgíu ætla hins vegar að setja slíkt bann strax í haust, áður en Spa keppnin átti að fara fram. Liðin og stjórnendur F1 vilja ekki missa af styrktarfé frá tópaksfyrirtækjum og vilja því ekki keppa í Belgíu.

Slóð:
http://www.petitiononline.com/spaf1/p etition.html

Með fyrir fram þökkum,
Birdie :c)