Samkvæmt frétt sem ég las inná visi.is og f1.com er verið að fara að smíða nýja alþjóðlega keppnisbraut í Moskvu. Maðurinn á bak við þá framkvæmd er Tom Walkinshaw, fyrirliði Arrows liðsins í formúlunni. Hann skrifaði undir samning við borgarstjórn Moskvuborgar í vikunni ásamt TWR Group um að hann myndi hjálpa til við þróun verkefnisins. Keppnisbrautin er sú fyrsta sinnar tegundar í Rússlandi og er staðsett á Nagatino eyju, aðeins nokkrum kílómetrum frá Kremlin og Rauða torginu. Verkið mun hefjast næsta vor og áætlað er að því ljúki á tveimur árum.