Ákveðið hefur verið að fresta flugsögufundinum sem átti að vera
þriðjudaginn 20.nóv 2001 kl.19:30, en fresta á fundinum fram yfir áramót.
Vetrarstarf FMÍ mun þó halda áfram eins og Bíókvöldið gaf til kynna, en
það má taka það fram að það var skemmtileg tilbreyting í skammdeginu.

FMÍ hefur fest bókun á Bíósal Hótel Loftleiða einu sinni í mánuði yfir
vetrarmánuðina þ.e. frá janúar til og með apríl 2002. Á þessum kvöldum
verða ýmsar uppákomur eins og flugöryggisfundir og flugsögufundurinn sem
átti að vera nú í nóvember.

Það er von FMÍ að sem flestir komi til með að njóta vetrarstarfsins með
okkur. Einnig biðjumst við velvirðingar á frestun flugsögufundarins.


Kveðja,
Flugmálafélag Íslands

Netfang: postlisti@flugmalafelag.is
Veffang: http://www.flugmalafelag.is