Í samráði við Cessnu ákvað ég að skrifa nokkur orð um 2 málefni.

Í fyrsta lagi er alltaf þessi sama deila um að það eigi að banna airliners myndir og að senda inn þannig myndir sé synd. Það er bara bull. Sendið inn allar þær myndir sem þið viljið. Ekki stigahórast of mikið samt með því að fara bara á airliners og senda inn 20 myndir. En öllu er hægt að ofgera. Það væri frekar einhæft ef það væru bara airliners myndir hérna.

Í öðru lagi þá hefur stafsetningin meira gildi en flug hjá sumum á þessu áhugamáli. Það er allt í lagi að koma með vinalega leiðréttingu en að sumar myndir fara næstum að komast á heitar umræður og það er ekkert nema tuð um stafsetningu er ekki nógu gott. Þetta áhugamál snýst engan veginn um stafsetningu en auðvitað reynið að vanda ykkur.

Endilega að reyna að fara eftir þessu og í guðanna bænum sendið inn meira efni :)
“Life is what happens to you while you're busy making other plans” - John Lennon