Vofan yfir Víetnam McDonell Douglas F-4 Phantom var ein lífseigasta herþota heims, og að sama skapi fjölhæf.

Á þessu málverki er ein þeirra nýtekin á loft af bandarísku flugmóðurskipi árið 1967, albúin til loftárása á Norður-Víetnam. Þar átti þó “vofan” erfitt um athafnir, því þrátt fyrir alla tæknilega yfirburði Bandaríkjamanna, var hún einfaldlega of stór og þunglamaleg til að ráða við hinar tæknilega ófullkomnari en liprari MiG-17 þotur Norður-Víetnama, og loftvarnabyssur þeirra.

Eftir Víetnamstríðið lærðu Bandaríkjamenn af mistökunum. Tími “fjölnota” flugvéla var liðinn og arftakar F-4 voru í loftinu hinar nánast ósigrandi F-15 “Örninn” og F-16 “Fálkinn”, og niðri við jörð sá A-10 “Vörtusvínið” um sín verk!

Í dag eru menn hinsvegar í sparnaðarskyni aftur farnir að hallast að “fjölnota” konseptinu varðandi herflugvélar.
_______________________