Airbus A380, Keflavík Sá vélina touch-a og svo tók hún strax upp aftur. Rosalegt að sjá hana fara upp og engu líkt að sjá hana koma hægt og rólega inn á braut í aðfluginu.

Þeir lentu svo í hliðarvind á annarri braut svo ég náði engum myndum þar, en svo taxeruðu þeir að stóra skýlinu og þá kom bílafloti að með blikkandi ljós. Allir að skoða :)

Þeir settu stigan upp að svo ég geri ráð fyrir að þeir ætli að stoppa eitthvað, taka fuel og svo þarf að afísa miðað við veðrið núna. Fer ábyggilega slatti á hana.