Messerschmitt Bf 109 Þetta er mynd af Messerscmitt Bf 109G-6, sem er bæði fallegasta og mest framleidda flugvél nokkrusinni, en fram til ársins 1945 framleiddu Þjóðverjar 35.000 eintök af henni, þar af heil 14.000 árið 1944, eftir stríð framleiddu svo Spánverjar(Hispano HA-112 Buchon) og Tékkóslóvakar(Avia S.199) eftirlíkingar af henni, en eini munurinn var annar mótor. Bf 109 þótti mjög lipur og góð orrustuvél, sérstaklega í byrjun stríðsins, en seinna fór að halla undan fæti fyrir henni, þó hún hafi fram til stríðasloka verið verðugur og hættulegur andstæðingur, enda vildu reyndustu flugmenn Luftwaffe nota hana til stríðsloka, menn á borð við Erich Hartmann sem skaut niður 352 óvinavélar. Þrátt fyrir að vera mest framleidda vél heims eru nú aðein 3 - 4 flughæfar eftir.