Me 262 Þýsk orrustuþota sem var gerð virk um 1944. Með fjórar 30mm fallbyssur í nefinu og getu til að fljúga á 540mph hraða (en það var um 100 mph meira enn vélar bandalagsþjóðanna gátu komist á, jafnvel P-51 komst einungis á um 450 mph undir bestum kringumstæðum) og getur til að fljúga upp í allt að 40.000 ft.. Var samt skammdræg en á móti vel brynvarinn og vel upplýst af þýska loftvarnarradarkerfinu svo hún var skelfilegur andstæðingur sérstaklega þegar þær voru búna 12 R4 AAM sem þó voru ekki með stýriskerfi en gátu valdið miklu tjóni í sprengjusveitarhóp B-17 véla þegar flaugunum 12 var öllum skotið í einu, því þá náðu þær að tvístra B-17 hópnum og gera vélarnar einangraðar og því auðvel bráð fyrir þýskar orrustuvélar.