F-86 úr Þýska flughernum, ca. 1960 Um 1960 voru stofnaðar fyrstu orrustuflugsveitir hins nýja Vestur-Þýska flughers (sem nefndist Luftwaffe eins og fyrirrennarinn). Fyrst í stað notaðist hinn nýji Luftwaffe við bandarískar F-86 Sabre þotur, sem þá voru komnar nokkuð til ára sinna.

Á þessari mynd sést flugsveit JG 71 Richthofen, nefnd eftir hinum fræga Rauða baróni, sem átti metið í loftsigrum í Fyrri heimsstyrjöld. Merkilegt er að þarna er JG 71 stýrt af methafanum úr Seinni heimsstyrjöld, Erich Hartmann!

Myndin er máluð af Heinz Krebs, og meira eftir hann má finna á http://www.brooksart.com/
_______________________