Sæl/ir allir

Á mbl í kvöld var grein sem fjallaði um að BIKF væri lokaður útaf vindi. Aldrei man ég eftir því að völlurinn hafi lokast útaf vindi.
Í greininni er sagt frá að vegna mikils hliðarvinds hafi þurft að loka vellinum og vélar flugleiða þurft að lenda í BIRK og BIEG. Nokkrar vélar hafa verið að lenda í kvöld eins og ATLA og FA20. Vindurinn er búinn að vera 140 gráður 40-60 hnútar. Þegar FA20 lenti var vindurinn 140/48 sem gerir um.þ.b. 42 hnúta hliðarvind á braut 20 (SIN60*48). Tel ég það vel af sér vikið!! Punkturinn hjá mér er sá að fréttamenn skrifa eitthvað rugl án þess að kanna til hlítar um það sem þeir eru að skrifa. Þeir hafa fengið þessar uppl. hjá einhverjum sem hefur ekki mikið vit á flugi. Fréttamenn mættu alveg leggja sig harðar við það að afla betri upplýsingar. Ekki það að þessi grein skipti miklu máli en þegar það eru birtar greinar um flug í fjölmiðlum þá finnst mér að fréttamenn leggi sig ekki nógu hart við greinina. Mér skilst að þetta sé vegna tímaskorts, fáir sem vinna í upplýsingavinnunni og peningaskorts. Það vantar meira af sérhæfðum mönnum á ýmsum sviðum í fréttamennsku.