Tvær Boeing 757-200 frá Icelandair lentu á Reykjavíkurflugvelli vegna mikils hliðarvinds í Keflavík þann 4. ágúst kl 15:30.
Sú fyrri var að koma frá Osló og hin frá Frankfurt. Íslenskum farþegum frá Osló var hleypt frá borði en Frankfurt-vélin fór til Keflavíkur klukkutíma síðar þar sem vind hafði lægt og ekki var unnt að afgreiða vélarnar með þeim útbúnaði sem Flugfélag íslands bjó yfir… Íslensku farþegarnir úr Osló-vélinni fá farangur sinn síðar.