Ég veit ekki hversu oft ég hef óskað þess að ég ætti skanner - sé fyrir mér rómantískt kvöld þar sem ég og betri helmingurinn eldum okkur góðan mat, sem er snæddur við kertaljós, drekku gott rauðvín með og hlustum á turninn í Reykjavík svona rétt á meðan… En þar sem ég á ekki skanner eru ekki líkur á því að ég eldi pasta á næstunni, en ég er nú samt kominn með það næst-næst-næst besta.

Fyrir nokkrum árum fann ég Miami flugturninn hérna á netinu og hlustaði á hann klukkustundum saman (maður heyrði að vísu bara í turninum). Svo einn góðan veðurdag þegar ég fór á síðuna góðu var það tilkynning sem sagði að þeir væru hættir með þessa þjónustu. Bless. En allavega, svo ég komi mér nú að efninu! Ég fór að leita að svipaðri síðu og fann þessa ágætu síðu, sem er með 5 turna/aðflug, sem hægt er að hlusta á. Hér er slóðin að síðunni <a href="http://www.4vfr.com/?goto=atc&section=atc"> Live Air Traffic Control </a> .

Kveðja,
deTrix