Sunnudaginn 28. Júlí verður haldinn viðburður hjá Icelandair Virtual [www.icelandair-virtual.com] á internetinu í gegnum flugnetið VATSIM [www.vatsim.net]. Þar er ætlunin að flugmenn félagsins sem eru orðnir þónokkuð margir fljúgi allan Evrópuskeddann (morgun- og eftirmiðdagsflug) fyrir þennan sama dag. Við ætlum nú ekki að gerast svo djarfir í þetta skipti að vakna snemma morguns og fljúga eftir réttum tímum heldur bætum við við ca. 10 klst við hvern tíma þannig að vélarnar eru að fara í loftið milli 17:00-18:00 Z og lenda allar á svipuðum tíma í kringum miðnætti.

Hinn frábæri eiginleiki VATSIM flugnetsins sem er flugumferðarstjórn af lifandi manneskjum verður að sjálfsögðu til staðar og mun Reykjavik Flugstjórn/Control vera opin/online þetta kvöld. Einni má búast við fullt af flugstjórn í Evrópu enda eru Sunnudagar “peak” dagar á VATSIM netinu.

Fyrir þá sem vilja fylgjast með gangi mála geta kíkt inn á www.icelandair-virtual.com og séð á “live” tímatöflu sem sýnir vélarnar departa og ETA tíma á vélum í loftinu.

Einnig getið þið hlustað á talstöðvarfjarskiptin milli vélanna og Reykjavik Control með forritinu Roger Wilco [www.rogerwilco.com] og stillt á rw.tt.luth.se/bird_v_ctr