Jæja núna er löngu komið sumar og maður er lítið farinn fljúga en það stendur nú til bóta. Ég var svona að hugsa hvar eru ykkar uppáhaldsstaðir. Hvar er fallegasta umhverfið, bestu skyndibitastaðirnir með sveittustu og þéttustu hamborgaranna og fjörugasta liðið. Sjálfur hef ég gaman af að skreppa á Gullfoss og Geysi en það er nú orðið frekar þreytt. Ég væri til í að það yrði byggður flugvöllur á Laugavatni því það er hægt að fara í sund þar og það er í nágrenni Reykjavikur.
Endilega nefnið einhverja staði og förum að spjalla um eitthvað tengd flugi, reynið að hætta þessu helvítis nöldri sem virðist fylgja þessari spjallrás.