Hver er framtíð einkaflugsins á Íslandi? Mér sýnist og heyrist sífellt fleiri flugmenn velta þessu upp á borðið. T.d. er mönnum tíðrætt um hin ýmsu félög og samtök, stöðu þeirra og framtíð. Er t.d. Félag Íslenskra Einkaflugmanna dautt? Hver er staða Flugmálafélagsins? Hvaða félög eru lifandi úti á landi og eiga þau framtíð fyrir sér eða er best að öll félögin sameinist í eitt stórt vélflugfélag? Mín skoðun er sú að öllum vélflugklúbbum og félögum sé best borgið sem ein stór samstæða undir regnhlíf Flugmálafélagsins. En þó tel ég líka mikilvægt að félögin úti á landi rækti sína sérstöðu sem “útverðir” og sæki fram með sjálfstæðum uppákomum og geri allt sem hægt er til að efla flugáhugann í sínu sveitarfélagi. Hvernig væri nú t.d. ef sveitastjórnarmenn í umdæmi Laugarvatns tækju sig til og gerðu litla flugbraut? Látið í ykkur heyra.