Ég sá að góðvinur minn hann socata var að benda á nýja síðu hérna á korkinum, flugslys.is, og kíkti því að sjálfsögðu á hana. Þetta er síða sem aðstandendur fórnarlamba flugslyssins í Skerjafirði standa að.
Ég ætla ekki að fara að deila um sök í því slysi, en mér finnst skrif á flugslys.is of lituð af skoðunum þess sem þar skrifa.
Auðvitað er varla hægt að komast hjá því að skoðanir manns komi fram í því sem maður skrifar, en þessi síða fer yfir strikið að mínu mati. Bendi sérstaklega á að lesa “málið í hnotskurn”.

Síða sem fjallar um flugöryggismál sérstaklega, er mjög þörf, en ef hún er of lituð áróðri ákveðinna einstaklinga, þá tekur maður ekki mark á því sem þar er skrifað.