Komið sælir
Ég er nýr hér inná huga en hef fylgst vel með skrifum hér og lýst ágætlega á.
En jæja nú er maður loksins farinn að huga að því að taka atvinnuflugmannspróf, en spurningin er hvaða skóla á maður að fara í. Persónulega finnst mér ekki spennandi að fara í FÍ og nám í útlöndum er rándýrt. Svo það eru ekki margir möguleikar. Maður hefur jafnvel heyrt að ekki verði haldin fleiri atvinnuflugmannsnámskeið, þó sel ég það ekki dýrara en ég keypti það.
Svo ég er farin að hallast meir og meir að fara bara út, þó svo það sé rándýrt. En er það ekki bara þess virði. Góð reynsla, nærð góðum tökum á tungumálinu, góð kennsla og kannski fleiri atvinnumöguleikar?. Samt verður að finna rétta skólann sem kennir til JAA skírteinis. En eftir því sem ég veit best eru engir skólar í Bandaríkjunum sem kenna til JAA en þeir eru víst væntanlegir.

Endilega komið með einhverjar athugasemdir eða uppástungur :þ