Ég var að taka próf fyrir ppl sem er svo sem ekki til frásögufærandi annað en það að verklegt próf kostar 19.500 krónur!!! Mér finnst það persónulega mjög mikill peningur vegna þess að það er ég sem er að redda vél en ekki þeir. Ef þeir væru að prófa á sinni eigin 152 þá væri þetta réttlætanlegt en pælið í peningnum. Ég veit ekki hvort að skírteinið sé inni í þessu en ég efast samt um það. Það sem mig langar að vita er hvort að þetta hafi eitthvað hækkað því að ég man eftir umræðuhér fyrir um ári síðan þegar einhver fékk FMS til að endurgreiða sér vegna þess að skírteinið hans kostaði of mikið.