Ný vél sást á rampinum í dag. Athugið að eftirfarandi upplýsingar eru óstaðfestar. Vélin er sem sagt af gerðinni Socata TB-10 árgerð 2000, flogin 400 tíma. Hefur verið á ýmsum skráningum um Evrópu og kom hingað á USA stöfum, en frá Evrópu. Sömu litir og TF-MAX en ekki eins vel búin tækjum. Sagan segir að forsprakkar FÍ hafi keypt hana fyrir Björgúlf Bravo Bjórkall á Akureyri. Endurtek að þetta eru óstaðfestar fréttir, birt án ábyrgðar. Afskaplega er nú gaman samt að sjá nýjar vélar. Bíð spenntur eftir að einhver taki mynd af gripnum og birti hana hér.