Góða kvöldið hugarar. Núna seinustu nótt hefur verið farið inní bílinn minn hérna í miðborg Reykjavíkur og stolið flugdótinu mínu þ.e. - David Clark H10-13.4 headset, ASA hnébretti sem er örugglega úr áli og sést vel að er notað og svo auðvitað logbókinni minni líka .. helvítis bastarðar.

Ég vil endilega biðja ykkur að hafa augu og eyru opin ef þið heyrið af einhverjum vera að selja notað David Clark headset,hnébretti og litla svarta headset tösku.

Headsettið er ómerkt sem er minn feill en örugglega ætti að vera hægt að sjá að það sé notað ef vel er litið. Það var í lítilli svartri tösku sem er einnig ómerkt. Taskan er alveg svört og var tekin líka. Aðilinn reynir líklegast líka að losa sig við hnébrettið en það sést mjög vel á því að það er notað.

Ef þið heyrið af einhverjum vera að losa sig við DC headset eða hnébretti þá væri frábært ef þið mynduð setja ykkur í samband við mig með upplýsingar eða spyrja aðilann spurninga eins og hvar hann varð sér úti um Headsettið, hvort hann hafi eitthvað fleira notað sem hann er að selja s.s. hnébretti, hvort að það fylgi taska með headsettinu .. bara eitthvað sem gæti vakið grunnsemdir.

Þetta eru auðvitað engar svaka græjur en þetta kostaði allt pening á sínum tíma og ég mátti illa við að láta stela þessu svo að öll hjálp væri vel þeginn.

Hægt er að nálgast mig í síma 6928130 eða senda mér tölvupóst á JSindri@gmail.com. Nafnið er Jón Sindri.